Super Bowl og vaðið úr einu í annað.
Hæ,
Sit hérna midt om natten og horfi á Super Bowl. Ég held ég hafi séð í kringum 8-10 Super Bowl leikjum síðan 1995...kannski misst af 2-3 leikjum. Ég hef ekki alltaf endst allan leikinn, en núna hefur þetta verið alveg ljómandi skemmtun og alveg þess virði þó ég viti það að ég þarf að vakna klukkan 5:30 og koma börnum á ról og svo kemur Sólrún og skellir þeim á tilheyrandi stofnanir.
En að leiknum. Í kvöld mætast Chicago Bears og Indianapolis Colts. Leikurinn fram að þessu er búinn að vera frábær og svo í leikhléi spilaði enginn annar en Prince sjálfur eða Symbol eða hvað hann kallar sig utan sínu skírnarnafni sem er Prince Roger Nelson. Glöggir lesendur sjá þarna að hann heitir víst Prince. Ég var kátur með að hann tók lög eftir aðra líka og þar á meða Best of you (held að ég muni nafnið rétt) eftir Foo Fighters sem er snilldar lag. Pilturinn tók það lag bara alveg ágætlega og vældi vel inn í. Svo tók hann smá leik með Dylan slagarann "All around the watchtower". Nei, Jimi Hendrix samdi ekki það lag. Komst að því í gær að Dylan heitir í raun Robert Allen. Hafði nú aldrei spáð í því. Dylan nafnið tekur hann frá Welska ljóðskáldinu Dylan Thomas, sem einmitt samdi ljóðið ógleymanlega með línunni "Do not go gentle into that good night".
Aftur að leiknum og vaðið heldur áfram úr einu í annað. Í liðið Indianapolis er piltur sem heitir Peyton Manning, sem er leikstjórnandi þeirra eða 25% til baka (quarterback) og er einn sá besti síðan Joe Montana réði ríkjum þarna í NFL deildinni. Má þó minnast á John Elway sem lukkaðist að vinna Super bowl á gamalsaldri. Anyway, ég er að vona að Manning vinni þennan leik því hann á það svo innilega skilið eftir ótrúleg ár í deildinni. Þess má geta að bróðir Manning er leikstjórnandi hjá New York Giants, Eli Manning.
Staðan akkúrat núna er 22-14 fyrir Indianapolis Colts. Chicago byrjaði betur og komst í 7-0 bara á fyrstu mínutu leiksins, en það lítur núna út fyrir að folarnir taki þennan leik.
Að allt öðru þá fór ég í alveg ágætis afmæli síðasta föstudag þar sem Heiða vinkona og Máni héldu upp á afmælin sín. Reyndar á Máni ekki afmæli alveg strax, en tók forskot á sæluna með henni Heiðu. Afmælið var haldið heima hjá Heiðu og eftir töluverða bjórinntöku sá ég ekki annað í stöðunni en að koma mér heim, þó ekki fyrr en ég hafði skíttapað í Trivial Pursuit. Sumir voru heppnari með spurningar en aðrir.
Helgin hefur svo að öðru leyti farið í það að dunda mér með krökkunum. Á laugardag tókum við gott bæjarrölt og ég endaði á að gefa þeim smá MacDonalds og í staðin sýndu þau mér óendanlega þolinmæði þegar ég skoðaði föt í nokkrum búðum. Takk fyrir það ljúflingarnir mínir. Ég nota alveg þennan X litning sem mér hlotnaðist rétt fyrir fyrstu frumuskiptingu. Mér finnst ólýsanlega gaman í fata og skóbúðum...nóg um það.
Helgin hefur líka farið í miklar pælingar um lífið og tilveruna eins og venjulega. Í þetta sinn hef ég verið að velta fyrir mér hvaða stefnu maður vill hafa í lífinu. Ég held einmitt að það sé hverjum manni hollt að setjast niður og gera sér grein fyrir því hvort maður hafi yfir höfuð markmið í lífinu og ef svo er hver þau markmið eru. Ég er að vinna í mínum markmiðum og held því fyrir mig...segi ykkur kannski frá þeim ef þau nást ;)
Framundan er svo vika sem mun fara í það að kynna mér C# forritunarmálið og er ég þá væntanlega að sverja eið með the Evil empire, Microsoft, en "if you can't beat them, join them" svo að ég ætla að láta vaða. Ég er reyndar byrjaður aðeins og kannski að maður prjóni fram einum "Halló Heim" í þessu umhverfi.
Jæja, korter eftir af leiknum og Birnirnir eru aðeins farnir að klóra í bakkann, aldrei að vita nema að þeir nái að komast inn í leikinn á ný. Bið að heilsa í bili og takk fyrir þolinmæðina ef þið náðuð þetta langt...
Arnar Thor
Sit hérna midt om natten og horfi á Super Bowl. Ég held ég hafi séð í kringum 8-10 Super Bowl leikjum síðan 1995...kannski misst af 2-3 leikjum. Ég hef ekki alltaf endst allan leikinn, en núna hefur þetta verið alveg ljómandi skemmtun og alveg þess virði þó ég viti það að ég þarf að vakna klukkan 5:30 og koma börnum á ról og svo kemur Sólrún og skellir þeim á tilheyrandi stofnanir.
En að leiknum. Í kvöld mætast Chicago Bears og Indianapolis Colts. Leikurinn fram að þessu er búinn að vera frábær og svo í leikhléi spilaði enginn annar en Prince sjálfur eða Symbol eða hvað hann kallar sig utan sínu skírnarnafni sem er Prince Roger Nelson. Glöggir lesendur sjá þarna að hann heitir víst Prince. Ég var kátur með að hann tók lög eftir aðra líka og þar á meða Best of you (held að ég muni nafnið rétt) eftir Foo Fighters sem er snilldar lag. Pilturinn tók það lag bara alveg ágætlega og vældi vel inn í. Svo tók hann smá leik með Dylan slagarann "All around the watchtower". Nei, Jimi Hendrix samdi ekki það lag. Komst að því í gær að Dylan heitir í raun Robert Allen. Hafði nú aldrei spáð í því. Dylan nafnið tekur hann frá Welska ljóðskáldinu Dylan Thomas, sem einmitt samdi ljóðið ógleymanlega með línunni "Do not go gentle into that good night".
Aftur að leiknum og vaðið heldur áfram úr einu í annað. Í liðið Indianapolis er piltur sem heitir Peyton Manning, sem er leikstjórnandi þeirra eða 25% til baka (quarterback) og er einn sá besti síðan Joe Montana réði ríkjum þarna í NFL deildinni. Má þó minnast á John Elway sem lukkaðist að vinna Super bowl á gamalsaldri. Anyway, ég er að vona að Manning vinni þennan leik því hann á það svo innilega skilið eftir ótrúleg ár í deildinni. Þess má geta að bróðir Manning er leikstjórnandi hjá New York Giants, Eli Manning.
Staðan akkúrat núna er 22-14 fyrir Indianapolis Colts. Chicago byrjaði betur og komst í 7-0 bara á fyrstu mínutu leiksins, en það lítur núna út fyrir að folarnir taki þennan leik.
Að allt öðru þá fór ég í alveg ágætis afmæli síðasta föstudag þar sem Heiða vinkona og Máni héldu upp á afmælin sín. Reyndar á Máni ekki afmæli alveg strax, en tók forskot á sæluna með henni Heiðu. Afmælið var haldið heima hjá Heiðu og eftir töluverða bjórinntöku sá ég ekki annað í stöðunni en að koma mér heim, þó ekki fyrr en ég hafði skíttapað í Trivial Pursuit. Sumir voru heppnari með spurningar en aðrir.
Helgin hefur svo að öðru leyti farið í það að dunda mér með krökkunum. Á laugardag tókum við gott bæjarrölt og ég endaði á að gefa þeim smá MacDonalds og í staðin sýndu þau mér óendanlega þolinmæði þegar ég skoðaði föt í nokkrum búðum. Takk fyrir það ljúflingarnir mínir. Ég nota alveg þennan X litning sem mér hlotnaðist rétt fyrir fyrstu frumuskiptingu. Mér finnst ólýsanlega gaman í fata og skóbúðum...nóg um það.
Helgin hefur líka farið í miklar pælingar um lífið og tilveruna eins og venjulega. Í þetta sinn hef ég verið að velta fyrir mér hvaða stefnu maður vill hafa í lífinu. Ég held einmitt að það sé hverjum manni hollt að setjast niður og gera sér grein fyrir því hvort maður hafi yfir höfuð markmið í lífinu og ef svo er hver þau markmið eru. Ég er að vinna í mínum markmiðum og held því fyrir mig...segi ykkur kannski frá þeim ef þau nást ;)
Framundan er svo vika sem mun fara í það að kynna mér C# forritunarmálið og er ég þá væntanlega að sverja eið með the Evil empire, Microsoft, en "if you can't beat them, join them" svo að ég ætla að láta vaða. Ég er reyndar byrjaður aðeins og kannski að maður prjóni fram einum "Halló Heim" í þessu umhverfi.
Jæja, korter eftir af leiknum og Birnirnir eru aðeins farnir að klóra í bakkann, aldrei að vita nema að þeir nái að komast inn í leikinn á ný. Bið að heilsa í bili og takk fyrir þolinmæðina ef þið náðuð þetta langt...
Arnar Thor
Ummæli
Kv. Rúnabrúna...
:) Bestu kveðjur Ásrún.
Kveðjur,
Addsin.